Sigur í baráttuleik
Njarðvík sigraði Hamar, 103:97, í miklum baráttuleik í Hveragerði í gær í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Leikurinn var hörkuspennandi allt frá upphafi en þegar um 5 mínútur voru til leiksloka skildu leiðir og Njarðvíkingar náðu ágætis rispu sem tryggði þeim sigurinn. Friðrik Stefánsson átti stórleik hjá gestunum, setti niður 26 stig og reif 20 fráköst.Aðrir leikmenn Njarðvíkur sem léku vel voru Pete Philo með 28 stig, Páll Kristinsson með 15 stig, Guðmundur Jónsson kom sterkur af bekknum og setti 11 stig og Ragnar Ragnarsson var með 11 stig.
Njarðvíkingar hafa sigrað í tveimur leikjum af þremur í úrvalsdeildinni.
Njarðvíkingar hafa sigrað í tveimur leikjum af þremur í úrvalsdeildinni.