Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur hjá ToPo
Fimmtudagur 25. janúar 2007 kl. 09:01

Sigur hjá ToPo

Logi Gunnarsson gerði 13 stig fyrir lið sitt ToPo Helsinki í finnsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. ToPo lagði lið Team Componenta að velli 104-92.

 

Logi lék í 31 mínútu í leiknum og gerði 13 stig en nýting hans í þriggja stiga skotum hefur verið betri þar sem hann hitti aðeins úr einu skoti af 6.

 

ToPo er í 4. sæti finnsku úrvalsdeildarinnar með 32 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024