Fimmtudagur 6. mars 2003 kl. 22:17
				  
				Sigur hjá Suðurnesjaliðunum í lokaumferðinni
				
				
				
Síðasta umferð Intersport-deildarinnar í körfuknattleik fór fram í kvöld. Grindvíkingar lágu fyrir Hamri í Hveragerði, 87:74, en það vantaði Helga Jónas Guðfinnsson og Darrell Lewis í lið Grindvíkinga. Keflavík sigraði Snæfell 108:83 og Njarðvík sigraði Breiðablik, 80:72.Í átta liða úrslitum mætast því Grindvíkingar og Hamar, Keflavík og ÍR,  Haukar leika við Tindastól og að lokum verður stórleikur milli Njarðvíkinga og KR-inga.