Sigur hjá Suðurnesjaliðum
Suðurnesjaliðin hófu öll keppni í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik með sigri í kvöld.
Íslandsmeistarar Keflavíkur hófu titilvörnina með sigri á ÍR, 81-98, þar sem AJ Moye var stigahæstur með 31 stig, en Magnús Gunnarsson var með 14.
Njarðvíkingar lögðu Skallagrím í Ljónagryfjunni, 96-91 í spennandi leik og Grindavík átti ekki í teljandi vandræðum með Hauka á nýja parketinu í Röstinni og sigruðu 103-73.
Nánar um leikina síðar...
VF-mynd/Þorgils: úr leik Njarðvíkur og Skallagríms í kvöld
Íslandsmeistarar Keflavíkur hófu titilvörnina með sigri á ÍR, 81-98, þar sem AJ Moye var stigahæstur með 31 stig, en Magnús Gunnarsson var með 14.
Njarðvíkingar lögðu Skallagrím í Ljónagryfjunni, 96-91 í spennandi leik og Grindavík átti ekki í teljandi vandræðum með Hauka á nýja parketinu í Röstinni og sigruðu 103-73.
Nánar um leikina síðar...
VF-mynd/Þorgils: úr leik Njarðvíkur og Skallagríms í kvöld