Sigur hjá Njarðvík gegn Hamri
Njarðvíkingar sigruðu Hamarsmenn 109:97 í úrvalsdeild karla í körfu í kvöld en staðan í hálfleik var 46:43.Leikurinn var jafn til að byrja með en svo þegar að 6 mínútur voru eftir af 3. leikhluta tóku Njarðvíkingar öll völd á vellinum og kláruðu leikinn. Hamarsmenn náðu þó eitthvað að „hamra“ á forystuna en þeim tókst þó ekki að gera þetta að jöfnum leik. Hjá grænu ljónunum var Teitur heitur og skoraði 20 stig og Frikki Stefáns skoraði 19 stig.