Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur hjá Keflavíkurstúlkum í Kópavogi
Keflavíkurstúlkur unnu góðan sigur á Blikum. Emilía Ósk Gunnarsdóttir (í miðju) skoraði 9 stig.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 14. janúar 2021 kl. 13:25

Sigur hjá Keflavíkurstúlkum í Kópavogi

Keflavíkurstúlkur byrjuðu Domino’s deildina í körfubolta vel eftir hundrað daga veiruhlé og sigruðu Breiðablik á útivelli 56-66.

Keflavík var átta stigum undir eftir fyrsta leikhluta en minnkuðu muninn í fjögur stig áður en flautað var til leikhlés. Jafnt var á með liðunum í þriðja leikhluta en Keflavík tók leikinn í sínar hendur í loka leikhlutanum sem liðið vann 6-19 og tryggði sér þannig sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Daniela Wallen Morillo skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og stal 6 boltum og fór fyrir Keflavíkurstúlkum.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 19/11 fráköst/6 stolnir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/9 fráköst/4 varin skot, Anna Ingunn Svansdóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 8/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 7, Anna Lára Vignisdóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Edda Karlsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0.