Sigur hjá Keflavík - Njarðvík tapaði eftir framlengingu
Öll þrjú Suðurnesjaliðin voru í eldlínunni í Dominos-deild karla en fimmta umferðin hófst í kvöld. Keflavík vann mjög heimasigur á Fjölni í Toyota-höllinni 91-69 og segja má að Keflavík sé komið á sigurbraut. Keflavík lagði grunn að góðum sigri með mjög góðri frammistöðu í þriðja leikhluta. Þetta er annar sigur Keflavíkur í deildinni.
Michael Graion skoraði 25 stig og tók 10 fráköst í kvöld. Darrel Lewis skoraði 22 stig og tók 16 fráköst. Keflavík er með fjögur stig í 6.-10. sæti.
Í Njarðvík var háspennuleikur þegar Stjarnan kom í heimsókn. Framlengja þurfti leikinn í tvígang. Lokatölur urðu 108-115 fyrir Stjörnuna sem tyllti sér þar með á topp deildarinnar. Elvar Már Friðriksson fór á kostum í liði Njarðvíkur en hann skoraði 36 stig í leiknum í kvöld og sendi 10 stoðsendingar. Marcus Van var með ótrúlega tvennu en hann skoraði 27 stig og tók 27 fráköst. Hjörtur Hrafn var svo með 23 stig.
Grindvíkingar gerðu ekki góða ferð í Hertz hellinn í Breiðholti því liðið lá fyrir ÍR-ingum, 105-99. Grindvíkingar voru yfir í hálfleik en léku illa í seinni hálfleik og töpuðu. Þetta er annað tap Íslandsmeistaranna í fimm leikjum. Samuel Zeglinski skoraði 28 stig og Jóhann Ólafsson kom næstur með 25 stig. Hér að neðan má sjá stigaskor hjá liðunum ásamt stöðunni í deildinni.
Keflavík-Fjölnir 91-69 (23-21, 23-19, 24-9, 21-20)
Keflavík: Michael Graion 25/10 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 22/16 fráköst, Kevin Giltner 12, Magnús Þór Gunnarsson 8/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 6/12 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 5, Valur Orri Valsson 4/5 fráköst/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4/5 fráköst, Andri Daníelsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2.
Fjölnir: Árni Ragnarsson 18/9 fráköst, Sylverster Cheston Spicer 17/10 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Róbert Sigurðsson 5, Elvar Sigurðsson 4, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Leifur Arason 3, Christopher Matthews 2, Jón Sverrisson 2/5.
Njarðvík-Stjarnan 108-115 (26-15, 20-35, 24-24, 19-15, 9-9, 10-17)
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 36/10 stoðsendingar, Marcus Van 27/27 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 23/4 fráköst, Ágúst Orrason 13/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 1.
Stjarnan: Justin Shouse 33/5 fráköst/12 stoðsendingar, Brian Mills 24/8 fráköst, Jovan Zdravevski 15/4 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 13/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 11/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 9/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 7, Sigurjón Örn Lárusson 3.
ÍR-Grindavík 105-99 (21-27, 23-25, 29-19, 32-28)
ÍR: Eric James Palm 35, Nemanja Sovic 24/7 fráköst, D'Andre Jordan Williams 14/4 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 12, Sveinbjörn Claessen 8, Hjalti Friðriksson 8, Þorvaldur Hauksson 4/6 fráköst.
Grindavík: Samuel Zeglinski 28/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 25/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/10 fráköst, Aaron Broussard 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Davíð Ingi Bustion 1.
Staðan í Dominos-deild karla:
1 Stjarnan 5 4 1 477 - 442 8
2 Skallagrímur 4 3 1 342 - 310 6
3 Grindavík 5 3 2 494 - 460 6
4 Snæfell 4 3 1 412 - 344 6
5 Fjölnir 5 3 2 402 - 411 6
6 KR 4 2 2 328 - 349 4
7 Keflavík 5 2 3 416 - 419 4
8 Þór Þ. 4 2 2 331 - 336 4
9 ÍR 5 2 3 427 - 450 4
10 KFÍ 4 2 2 317 - 351 4
11 Njarðvík 5 1 4 427 - 463 2
12 Tindastóll 4 0 4 303 - 341 0