Bako
Bako

Íþróttir

Sigur hjá Grindavík og annað tap Keflavíkur
Melissa Zorning skoraði mest hjá Keflavík.
Fimmtudagur 22. október 2015 kl. 00:16

Sigur hjá Grindavík og annað tap Keflavíkur

Grindavíkurstúlkur í Domino’s deild kvenna í körfu unnu léttan útisigur á Hamri í Hveragerði. Keflavík tapaði hins vegar fyrir Stjörnunni í Garðabæ.
Grindavík hefur því sigrað í fyrstu tveimur leikjunum en lokatölur urðu 87-113 í Hveragerði. Stigahæst hjá Grindavík Petrúnella Skúladóttir með 21 stig, Íris Sverrisdóttir skoraði 18 stig og tók jafnmörg fráköst en það gerði Whitney M. Frazier líka. Svaka tölur hjá þeim.

Keflavíkurstúlkur lentu í vandræðum í Garðabænum og töpuðu með tíu stigum. Sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska og hið unga lið Keflavíkur tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu. Lokatölur 78-68. Stigahæst Keflvíkinga var Melissa Zorning með 24 stig en næst var Sandra Lind Þrastardóttir með 11 stig og 15 fráköst.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025