Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sigur hjá Grindavík og annað tap Keflavíkur
Melissa Zorning skoraði mest hjá Keflavík.
Fimmtudagur 22. október 2015 kl. 00:16

Sigur hjá Grindavík og annað tap Keflavíkur

Grindavíkurstúlkur í Domino’s deild kvenna í körfu unnu léttan útisigur á Hamri í Hveragerði. Keflavík tapaði hins vegar fyrir Stjörnunni í Garðabæ.
Grindavík hefur því sigrað í fyrstu tveimur leikjunum en lokatölur urðu 87-113 í Hveragerði. Stigahæst hjá Grindavík Petrúnella Skúladóttir með 21 stig, Íris Sverrisdóttir skoraði 18 stig og tók jafnmörg fráköst en það gerði Whitney M. Frazier líka. Svaka tölur hjá þeim.

Keflavíkurstúlkur lentu í vandræðum í Garðabænum og töpuðu með tíu stigum. Sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska og hið unga lið Keflavíkur tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu. Lokatölur 78-68. Stigahæst Keflvíkinga var Melissa Zorning með 24 stig en næst var Sandra Lind Þrastardóttir með 11 stig og 15 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024