Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur hjá Grindavík gegn Fjölni
Fimmtudagur 21. mars 2013 kl. 00:22

Sigur hjá Grindavík gegn Fjölni

- Keflavík og Njarðvík töpuðu sínum leikjum

Heil umferð í Domino’s deild kvenna í körfuknattleik fór fram í gærkvöldi. Grindavík var eina Suðurnesjaliðið sem vann leik sinn en bæði Keflavík og Njarðvík töpuðu sínum leikjum.

Grindavík lagði Fjölni á útivelli, 72-91 þar sem Crystal Smith skoraði 22 stig og Petrúnella Skúladóttir skoraði 21 stig. Njarðvík tapaði með ellefu sigum gegn Snæfelli í Stykkishólmi. Lokatölur urðu 80-69 fyrir heimakonur. Lele Hardy átti góðan leik hjá Njarðvík og skoraði 34 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur töpuðu fyrir Val í spennandi leik að Hlíðarenda, 96-92. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 24 stig og Sara Rún Hinriksdóttir var með 23 stig.

Eftir leiki kvöldsins er ljóst að Keflavík mun mæta Val í undanúrslitum í úrslitakeppninni. Keflavíkvíkurstúlkur eiga möguleika á að vinna þrennuna verðið liðið Íslandsmeistari að tímabili loknu.

Fjölnir-Grindavík 72-91 (22-16, 16-27, 16-21, 18-27)

Grindavík: Crystal Smith 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 21, Berglind Anna Magnúsdóttir 14, Jeanne Lois Figeroa Sicat 12, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 7, Eyrún Ösp Ottósdóttir 6, Katrín Ösp Eyberg 3, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2/4 fráköst, Hulda Sif Steingrímsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/7 fráköst.

Valur-Keflavík 96-92 (26-26, 24-24, 21-15, 25-27)

Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 24/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 23/10 fráköst/3 varin skot, Jessica Ann Jenkins 14, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 6.

Snæfell-Njarðvík 80-69 (18-23, 20-18, 15-15, 27-13)

Njarðvík: Lele Hardy 34/13 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Erna Hákonardóttir 11, Svava Ósk Stefánsdóttir 7/10 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 5, Sara Dögg Margeirsdóttir 4, Salbjörg Sævarsdóttir 4/3 varin skot, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2.