Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 19. október 2003 kl. 22:55

Sigur hjá Grindavík, tap hjá Keflavík

ÍR-KEFLAVÍK

Keflavík tapaði fyrir ÍR í heimsókn sinni í Seljaskóla í kvöld. Lokatölur voru 111-107 en ÍR-ingar höfðu leitt mestallan leikinn. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, sagði að liðið hefði misst leikinn úr höndunum í fyrri hálfleik með slökum varnarleik. Hann sagði að fyrir næsta leik sem er gegn Breiðabliki yrði farið rækilega yfir leik kvöldsins til að koma í veg fyrir að slík frammistaða endurtaki sig.
Eiríkur Önundarson átti frábæran leik fyrir ÍR og skoraði 45 stig og var að sjálfsögðu stigahæstur sinna manna. Derrick Allen stóð sig vel fyrir Keflvíkinga og skoraði 40 stig og tók 12 fráköst, en Magnús Þór Gunnarsson kom næstur með 20 stig.

SNÆFELL-GRINDAVÍK

Grindavík gerði góða ferð til Snæfells í kvöld þar sem þeir höfðu sigur 62-65 í hörkuleik. Snæfell hafði eins stigs forskot í hálfleik 41-40 en í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum allt þar til um 5 mínútur voru til leiksloka þegar Grindvíkingar tryggðu sér sigurinn.
Friðrik Ingi, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með að sækja 2 stig til Stykkishólms eftir harðan leik, og sagði að það væri erfitt að sækja Snæfell heim þar sem þeir væru með fantagott lið.
Darrell Lewis var stigahæstur Grindvíkinga, einu sinni sem oftar, með 19 stig og gamla kempan Guðmundur Bragason kom á hæla honum með 14 stig og tók 12 fráköst.
Dondrell Whitmore skoraði flest stig heimamanna, 16 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024