Sigur gegn Stjörnumönnum í síðasta leik Nigel
Njarðvíkingar báru sigurorð af Stjörnumönnum, 98-87 í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af en Njarðvíkingar reyndust sterkari í síðasta leikhluta. Elvar Már Friðriksson lék afbragðsvel hjá heimamönnum í Njarðvík en hann skoraði 31 stig í leiknum. Nigel Moore kvaddi Ljónagryfjuna með skínandi góðum leik en kappinn hnoðaði í tvennu, 21 stig og 12 fráköst. Það verður eftirsjá af Nigel í Njarðvík en það er ljóst að liðið er vel mannað af bakvörðum og skortir kraft í teiginn.
Eftir sigurinn eru Njarðvíkingar með 14 stig líkt og Grindvíkingar en liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar.
Tölfræðin:
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 31/5 fráköst/6 stoðsendingar, Nigel Moore 21/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Logi Gunnarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9, Maciej Stanislav Baginski 8, Friðrik E. Stefánsson 5/9 fráköst, Ágúst Orrason 4, Egill Jónasson 0, Halldór Örn Halldórsson 0, Óli Ragnar Alexandersson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0.