Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur á Stjörnunni í fjörugum leik
Fimmtudagur 8. mars 2012 kl. 15:50

Sigur á Stjörnunni í fjörugum leik

Keflavík sigraði Stjörnuna 3-2 í Lengjubikarnum síðastliðinn laugardag en leikið var í Reykjaneshöllinni. Keflavík byrjaði vel og strax á 9. minútu skoraði Magnús Sverrir Þorsteinsson. Stjarnan svaraði með tveimur á næstu tíu mínútum, fyrst Tryggvi Bjarnason og svo Gunnar Örn Jónsson. Magnús Þór Magnússon jafnaði svo leikinn á 33. mínútu með laglegu marki og staðan var 2-2 í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þorsteinn Þorsteinsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Hann var búinn að vera inn á í tvær mínutur þegar hann setti sigurmarkið af miklu harðfylgi.


Næsti leikur er gegn Tindastól í Reykjaneshöllinni 11. mars kl. 16:00, segir á vef Keflavíkur.