Sigur á Haukum eftir framlengingu
Háspenna og Keflvíkingar enn á toppnum
Keflvíkingar sigruðu Hauka á útivelli eftir framlengingu og æsispennandi leik þegar liðin mættust í Domino's deild karla. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi og hin mesta skemmtun. Haukar voru yfir bróðurpart leiksins en Keflvíkingar voru aldrei langt undan. Lokatölur urðu 88:85 en staðan eftir venjulegan leiktíma var 75:75. Keflvíkingar sigruðu framlenginu með þremur stigum, en þar vóg þristur frá Magga Gunnars ans þungt.
Earl Brown skoraði 32 stig fyrir Keflvíkinga og Guðmundur Jónsson bætti við 17.
Tölfræði leiksins