Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigur á Haukum eftir framlengingu
Föstudagur 15. janúar 2016 kl. 22:55

Sigur á Haukum eftir framlengingu

Háspenna og Keflvíkingar enn á toppnum

Keflvíkingar sigruðu Hauka á útivelli eftir framlengingu og æsispennandi leik þegar liðin mættust í Domino's deild karla. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi og hin mesta skemmtun. Haukar voru yfir bróðurpart leiksins en Keflvíkingar voru aldrei langt undan. Lokatölur urðu 88:85 en staðan eftir venjulegan leiktíma var 75:75. Keflvíkingar sigruðu framlenginu með þremur stigum, en þar vóg þristur frá Magga Gunnars ans þungt.

Earl Brown skoraði 32 stig fyrir Keflvíkinga og Guðmundur Jónsson bætti við 17.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræði leiksins