Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigtryggur til Spánar
Sigtryggur í leik gegn Keflavík. Hann er nú á leið til Spánar. VF-mynd/pket.
Þriðjudagur 12. janúar 2021 kl. 12:37

Sigtryggur til Spánar

Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með úrvalsdeildarliði Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta á tímabilinu. Hann hefur samið við spænska liðið Real Canoe í Madrid sem leikur í LEB Oro-deildinni á Spáni eða næstefstu deild.

Brotthvarf Arnars frá Grindavík er liðinu mikil blóðtaka. Arnar var með 17,8 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann gekk til liðs við Grindavík vorið 2018.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta tækifæri kom óvænt upp. Ég er mjög þakklátur stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fyrir að sýna þessu skilning og gefa mér heimild til að fara í atvinnumennsku. Stefnan var sett á að gera góða hluti með Grindavík eftir áramót. Þetta tækifæri er of gott til að sleppa því á þessum tímapunkti á mínum ferli. Ég vil koma á framfæri kveðju til stuðningsmanna Grindavíkur sem hafa tekið vel á móti mér frá fyrsta degi. Mér hefur liðið mjög vel hjá félaginu og mun fylgjast grannt með gengi Grindavíkur áfram,“ segir Sigtryggur Arnar.

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur þakkar Arnari kærlega fyrir tíma sinn hjá félaginu og óskum við honum alls hins besta í atvinnumennsku á Spáni. Leit að nýjum leikmanni til að leysa Arnar af hólmi er nú þegar hafin, segir í frétt frá UMFG.