Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sig­trygg­ur Arn­ar til Grindavíkur
Miðvikudagur 4. júlí 2018 kl. 16:39

Sig­trygg­ur Arn­ar til Grindavíkur

Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son, einn besti leikmaður úr­vals­deild­ar­inn­ar í körfu­bolta á síðasta ári, mun skrifa und­ir eins árs samn­ing við Grinda­vík í kvöld. Þetta staðfestir leikmaður­inn í sam­tali við vef Morgunblaðsins, mbl.is í dag.
 
Sig­trygg­ur Arn­ar lék með Tinda­stóli á síðustu leiktíð og Skalla­grími þar á und­an. Hann skoraði 19,4 stig, tók fjög­ur frá­köst og gaf 3,3 stoðsend­ing­ar að meðaltali í 26 leikj­um síðasta vet­ur og átti hann stór­an þátt í því að Tinda­stóll varð bikar­meist­ari í fyrsta skipti, ásamt því að liðið lék til úr­slita við KR um Íslands­meist­ara­titil­inn.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024