Sigtryggur Arnar til Grindavíkur
Sigtryggur Arnar Björnsson, einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í körfubolta á síðasta ári, mun skrifa undir eins árs samning við Grindavík í kvöld. Þetta staðfestir leikmaðurinn í samtali við vef Morgunblaðsins, mbl.is í dag.
Sigtryggur Arnar lék með Tindastóli á síðustu leiktíð og Skallagrími þar á undan. Hann skoraði 19,4 stig, tók fjögur fráköst og gaf 3,3 stoðsendingar að meðaltali í 26 leikjum síðasta vetur og átti hann stóran þátt í því að Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta skipti, ásamt því að liðið lék til úrslita við KR um Íslandsmeistaratitilinn.