Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Sigruðu á öllum mótum sem haldin voru á landinu
  • Sigruðu á öllum mótum sem haldin voru á landinu
Fimmtudagur 21. maí 2015 kl. 15:21

Sigruðu á öllum mótum sem haldin voru á landinu

Lokahóf taekwondo deildar Keflavíkur fór fram í gær.

Keflavíkurdeild í taekwondo sigraði á öllum mótum sem voru haldin á Íslandi á árinu. Þetta var meðal þess sem fram kom á lokahófi deildarinnarí gær. Þar var árið tekið saman og veitt verðlaun fyrir nemendur ársins.

Deildin eignaðist tvo nýja svartbeltinga á árinu og Helgi Rafn Guðmundsson yfirþjálfari tók meistaragráðu í taekwondo. Deildin var stór hluti liðsins sem sigraði Scottish Open mótið í vetur. Einnig náði deildin að landa stóru þrennunni með því að vera Íslandsmeistarar í tækni, Íslandsmeistarar í bardaga og Bikarmeistarar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Deildin hjálpaði til við útbreiðslu íþróttarinnar en nú er taekwondo útbreiddasta íþrótt Suðurnesjanna ásamt fótbolta, með æfingar í öllum bæjarfélögunum. Ástrós Brynjarsdóttir og Kristmundur Gíslason kepptu á Heimsmeistaramóti á tímabilinu og stóðu sig með miklum sóma. Keflvíkingar eignuðust þrjá Norðurlandatitla á árinu.

Fimm keppendur voru valdir frá deildinni til að keppa á Evrópumóti sem fer fram í sumar.

Sumarönn deildarinnar byrjar næstkomandi miðvikudag og það eru almennar æfingar og sumarnámskeið út júlí.

Nánar dagskrá námskeiðanna má sjá á keflavik.is/taekwondo

Nemendur ársins:

6-7 ára - Ósk Óskarsdóttir

8-9 ára - Jón Steinar Mikaelsson

10-11 ára- Andri Sævar Arnarsson

12+ Ágúst Kristinn Eðvarðsson

30+ Margrét Alda Sigurvinsdóttir (vantar á myndina, sonur hennar Daníel veitti verðlaununum viðtöku)

Efnilegasti nemandinn - Silja Kolbrún Skúladóttir

Nemandi ársins í öllu félaginu - Bartosz Wiktorowicz