Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sigríður og Þorgeir unnu tvöfalt - Ellefufaldur meistari tapaði í úslitaleik
Sunnudagur 3. maí 2009 kl. 22:43

Sigríður og Þorgeir unnu tvöfalt - Ellefufaldur meistari tapaði í úslitaleik

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þorgeir Guðmundsson og Sígríður G. Jónsdóttir urðu Íslandsmeistarar í pílukasti 501 en mótið fór fram í Reykjanesbæ um helgina.
Þorgeir var einnig Íslandsmeistari í tvímenningi og þá með Guðjóni sem fyrir þetta mót hafði orðið Íslandsmeistari ellefu sinnum í einmenningi. Sama var uppi á teningnum hjá Sigríði sem varð einnig Íslandsmeistari í tvímenningi, með Elínborgu Björnsdóttur.

Hér kemur samantekt frá mótinu:

Íslandsmót 501
Úrslit í Einmenningi og Tvímenningi.

Einmenningur Karla

1.    Sæti : Þorgeir Guðmundsson Íslandsmeistari Karla 2009
2.    Sæti : Guðjón Hauksson
3.    Sæti Þröstur Ingimarsson
4.    Sæti Ægir Örn Björnsson

Einmenningur Kvenna

1.    Sæti Sgiríður G. Jónsdóttir Íslandsmeistari
2.    Sæti Elínborg Björnsdóttir
3.    Sæti Petrea Kr. Friðriksdóttir
4.    Sæti María Steinunn Jóhannesdóttir

Tvímenningur Karla

1.    Sæti Þröstur Ingimarsson og Ægir Örn Björnsson
Íslandsmeistarar karla í tvímenning
2.    Sæti Magnús Garðasson og Ævar Finnsson
3.    Sæti Þorgeir Guðmundsson og Guðjón Hauksson
4.    Sæti : Kristján Þorsteinsson og Guðmundur Friðbjörnsson

Tvímenningur Kvenna

1. Sæti : Sigríður G. Jónsdóttir og Elínborg Björnsdóttir Íslandsmeistarar kvenna í tvímenning.

2. Sæti : Petrea Kr. Friðriksdóttir og Guðfinna Sigurðardóttir

3. Sæti : María Steinunn Jóhannesdóttir  og Erna Bjarnadóttir

Nánari Úrslit.

Einmenningur Karla

Þorgeir Guðmundsson og Guðjón Hauksson léku til úrslita í einmenningi karla. Spilað var best af 15 og fór þorgeir með sigur af hólmi með 8 leggjum gegn 7 í alveg mögnuðum úrslitaleik.

Ægir Örn Björnsson og Þröstur Ingimarsson spiluðu um 3 til 4 sæti í einmenningi karla og fór leikurinn 7 – 2 Þresti í vil , en leikurinn var spilaður best af 13.

Tvímenningur Karla

Ægir Örn Björnsson og Þröstur Ingimarsson spiluðu við Ævar Finnsson og Magnús Garðarsson til úrslita í Tvímenningi karla og sigruðu Ægir og Þröstur með 7 leggjum gegn 6 hjá Ævari og Magnúsi.  Leikurinn var best af 13.

Um 3. – 4. sæti spiluðu Þorgeir Guðmundsson og Guðjón Hauksson við Kristján Þorsteinsson og Guðmund Friðbjörnsson.
Þorgeir og Guðjón unnu leikinn með 6 leggjum gegn 0 hjá Kristjáni og Guðmundi. Leikurinn var best af 11.


Einmenningur Kvenna

Úrslitaleikurinn var á milli Sigríðar G. Jónsdóttur og Elínborgu Björnsdóttur. Sigríður hafði betur í leiknum og vann með 7 leggjum gegn 3. Leikurinn var spilaður best af 13.


Um 3 – 4 sæti spiluðu Petrea Kr. Friðriksdóttir og María Steinunn Jóhannesdóttir. Leikurinn fór 5 – 3 Petreu í vil. Leikurinn var spilaður best af 9.


Tvímenningur Kvenna

Til úrslita í tvímenningi kvenna spiluðu Petrea Kr. Friðriksdóttir og Guðfinna Sigurðardóttir gegn Sigríði G. Jónsdóttur og Elínborgu Björnsdóttur. Sigríður og Elínborg unnu leikinn með 5 leggjum gegn 1 en leikurinn var best af 9.
Ekki var spilað um Þriðja sæti í tvímenningi kvenna en þar enduðu María Steinunn Jóhannesdóttir og Erna Bjarnadóttir.


Tölfræði

Hæsta útskot í einmenningi karla tók Þorgeir Guðmundsson, 144.

Hæsta útskot í einmenningi kvenna tók Petrea Kr. Friðriksdóttir, 97.

Fæstar pílur í einmenningi karla tók Magnús Garðarsson en þær voru 12 í einum legg.

Fæstar pílur hjá kvennfólkinu tók Elínborg Björnsdóttir en þær voru 22 í einum legg.

Fjórar efstu í kvennaflokki.

Fjórir efstu í karlaflokki.