Sigríður Jónsdóttir vann tvöfalt í pílunni um helgina
Íslenska pílukastfélagið stóð að Íslandsmóti í krikketleik þann 15. mars síðastliðinn í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar. Flestir sterkustu pílukastarar landsins voru mættir til leiks og var keppt í bæði karla- og kvennaflokki.
Ævar Már Finnsson hafði sigur í einmenningi í karlaflokki en Ævar keppir fyrir hönd Pílufélags Reykjanesbæjar. Sigríður G. Jónsdóttir úr Pílufélagi Reykjanesbæjar hafði sigur í kvennaflokki í einmenningi.
Í tvímenningi voru það Ægir Örn Björnsson og Ívar Jónsson úr Pílufélagi Reykjavíkur sem fóru með sigur af hólmi í karlaflokki en í kvennaflokki voru það þær Sigríður G. Jónsdóttir og Helena Benjamínsdóttir úr Pílufélagi Reykjanesbæjar sem urðu hlutskarpastar.
Mynd: Ævar Már Finnsson og Sigríður G. Jónsdóttir úr Pílufélagi Reykjanesbæjar voru í stuði um helgina og misstu vart marks.