Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigrar hjá yngri flokkum Keflavíkur
Fimmtudagur 18. júlí 2013 kl. 11:32

Sigrar hjá yngri flokkum Keflavíkur

Myndasafn frá efnilegu knattspyrnufólki

Unga knattspyrnufólkið á Suðurnesjum á sannarlega framtíðina fyrir sér. Blaðamaður Víkurfrétta kíkti á tvo leiki í Reykjanesbæ á dögunum þar sem 3. flokkur karla í Keflavík lék gegn Fjölni, en 5. flokka kvenna hjá Keflavík tók á móti Gróttu á sama tíma. Myndavélin var með í för en hér að neðan má nálgast myndasafn úr leikjunum. 

Leikur strákanna í 3. flokk endaði með 4-0 sigri Keflvíkinga þar sem Fannar Orri Sævarsson skoraði þrjú mörk og Árni Gunnar Þorsteinsson eitt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stúlkurnar í 5. flokki sigruðu Gróttu í bæði A og B-liði en A-liðið sigraði 1-0 og B-liðið 4-1.

Sjá myndasafn hér.

Fyrirgjöf á leiðinni.

Keflvíkingar fagna öðru marki Fannars Orra.