Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigrar hjá Suðurnesjastúlkum
Fimmtudagur 20. september 2012 kl. 09:24

Sigrar hjá Suðurnesjastúlkum

 

Í gær fóru fram þrír leikir í Lengjubikar kvenna í körfubolta. Keflavíkurstúlkur völtuðu yfir KR 90:72 þar sem Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Sara Rún Hinriksdóttir setti 20 stig ásamt því að rífa niður 9 fráköst. Hjá KR var það Björg Einarsdóttir sem var atkvæðamest með 18 stig.
 
Í Njarðvíkinni tókur meistararnir á móti Grindavík og þar fóru þær grænklæddu með 76:54 sigur af hólmi eftir að jafnræði hafði verið með liðunum fram að hálfleik.  Lele Hardy heldur áfram þar sem frá var horfið á síðasta tímabili og skilaði línunni 19 stig, 25 fráköst, 8 stoðsendingar.  Hjá Grindavík var fyrrum leikmaður Njarðvík Petrúnella Skúladóttir með 26 stig og 8 fráköst. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024