Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 9. mars 2003 kl. 10:52

Sigrar hjá Suðurnesjaliðunum í deildarbikar

Tveir leikir fóru fram í deildarbikarnum í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í gær. Keflavík og Grindavík léku og fóru bæði liðin með auðvelda sigra af hólmi. Keflavík sigraði Stjörnuna, 4-1 og Grindavík lagði Þrótt Reykjavík, 4-0. Keflavík er í 3. sæti A-riðils með 6 stig eftir þrjá leiki og Grindavík er í 1. sæti í B-riðli með 9 stig eftir jafn marga leiki.

Mynd: Úr leik Keflavíkur og Stjörnunnar fyrr í vetur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024