Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sigrar hjá Suðurnesjaliðunum
Fimmtudagur 14. janúar 2016 kl. 21:02

Sigrar hjá Suðurnesjaliðunum

Grindvíkingar sigruðu Hött eftir framlengingu

Njarðvík og Grindavík nældu bæði í stig í kvöld í Domino's deild karla í körfubolta. Kanalausir Njarðvíkingar fóru létt með Snæfellinga á heimavelli sínum. Lokatölur 93:76 þar sem Maciej Baginski skoraði 24 stig og Haukur Helgi 18 fyrir Njarðvík. Njarðvíkingar eru í 3.-4. sæti með 16 stig líkt og Stjarnan.

Njarðvík-Snæfell 93-76 (26-29, 22-14, 19-10, 26-23) 
Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 24, Haukur Helgi Pálsson 18/7 fráköst, Logi Gunnarsson 11/6 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 10, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Ólafur Helgi Jónsson 7, Oddur Rúnar Kristjánsson 5/6 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 4/4 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 3, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Hilmar Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar sóttu sigur austur gegn nýliðum Hattar en framlengingu þurfti þó til. Ómar Örn Sævarsson var sjóðheitur með 20 stig og 15 fráköst og Þorleifur fyrirliði skoraði 21 stig. Með sigrinum komust Grindvíkingar upp í úrslitakeppnina og 8. sætið. Keppnin er þó hörð þrjú lið eru jöfn með tíu stig.

Höttur-Grindavík 71-81 (20-17, 19-19, 19-14, 11-19, 2-12)
Grindavík: Þorleifur Ólafsson 21/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 20/15 fráköst/4 varin skot, Charles Wayne Garcia Jr. 18/10 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Hinrik Guðbjartsson 4, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 1/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Magnús Már Ellertsson 0.