Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 24. maí 2002 kl. 10:47

Sigrar hjá Suðurnesjaliðum

Fyrsta umferð Coca-Cola bikarsins í knattspyrnu hélt áfram í gær og voru þrjú lið af Suðurnesjum í eldlínunni. Víðir sigraði Deigluna 2-0 í Garði, Grindavík U23 sigraði Úlfana 5-4 og Njarðvíkingar sigruðu Skallagrím 0-3 í Borganesi.Leikur Víðis og Deiglunnar var bráðskemmtilegur á að horfa en jafnt var í hálfleik 0-0. Víðismenn voru sterkari aðilinn allan leikinn og voru í raun óheppnir að skora ekki fleirri mörk.
Nokkrir strákar úr Keflavík spila með liði Deiglunnar, m.a. Guðmundur Oddsson, Guðjón Gylfason og Guðjón Jóhannsson. Einnig eru gamlar kempur á borð við Sævar Pétursson og Alexander Högnason í liðinu ásamt „stórstjörnunni“ Bjarka Gunnlaugssyni en þeir tveir síðast nefndu voru ekki með í gær sökum meiðsla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024