Sigrar hjá Suðurnesjakonum
Grindavík og Keflavík áfram í bikarnum
Bæði Grindvíkingar og Keflvíkingar unnu 0-2 sigur á andstæðingum sínum í Borgunarbikar kvenna í fótbolta í gær. Grindvíkingar sigruðu Fjölni í Grafarvogi með mörkum frá Önnu Þóru Guðmundsdóttur og Marjani Hing-Glover, en mörkin komu undir lok leiks.
Keflvíkingar lögðu lið Skínandi á útivelli sömuleiðis, með mörkum frá Birgittu Hallgrímsdóttur úr víti í fyrri hálfleik og Anítu Lind Daníelsdóttur í upphafi síðari hálfleiks.
Bæði lið leik á útivelli í næstu umferð. Keflvíkingar gegn Álftanesi á meðan Grindvíkingar heimsækja Aftureldingu.