Sigrar hjá Njarðvík og Reyni
Njarðvíkingar unnu góðan sigur á Víkingi Ólafsvík þegar liðin mættust í Reykjaneshöllinni í gær, lokatölur 5:1. Njarðvík gerði 4:4 jafntefli við Selfoss um síðustu helgi svo það má segja að sóknarleikur liðsins komi vel undan vetri.
Mörk Njarðvíkinga gerðu þeir Bergþór Ingi Smárason (tvö mörk), Hlynur Magnússon (tvö mörk) og Tómas Óskarsson.
Þrenna hjá Barros
Reynismenn mættu Hvíta riddaranum í sínum fyrsta leik. Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik minnti Fufura Barros heldur betur á sig þegar hann setti þrjú mörk á síðustu sjö mínútum hálfleiksins. Úrslit 3:1 fyrir Reyni.