Sigrar hjá Njarðvík og Grindavík
Njarðvík og Grindavík unnu bæði í Domino’s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Njarðvík lagði Hauka og Grindavík vann ÍR. Njarðvík er komið í 4.-7. sæti og Grindavík er í 8.-9. sæti en bæði lið byrjuðu mótið mjög illa.
Njarðvíkingar leiddu allan tímann í Ljónagryfjunni og unnu að lokum 14 stiga sigur. Þeir hafa verið í góðum gír í síðustu þremur leikjum og innkoma nýs leikstjórnanda hefur haft góð áhrif á liðið.
Njarðvík-Haukar 89-75 (20-13, 19-21, 22-21, 28-20)
Njarðvík: Maciek Stanislav Baginski 25, Kyle Steven Williams 11, Chaz Calvaron Williams 11/9 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 10/4 fráköst, Mario Matasovic 10/8 fráköst, Wayne Ernest Martin Jr. 10/7 fráköst/3 varin skot, Logi Gunnarsson 8, Ólafur Helgi Jónsson 4/6 fráköst, Arnór Sveinsson 0, Guðjón Karl Halldórsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Jon Arnor Sverrisson 0/6 stoðsendingar.
Sigurkarfa hjá Óla
Það var öllu meira fjör í leik ÍR og Grindavík. Sigurkarfan kom nokkrum sekúndum fyrir leikslok og auðvitað var það frá Ólafi Ólafssyni. Lokatölur 90:92 fyrir Grindavík.
„Þetta var rosaleg frammistaða hjá strákunum. Svo var þetta alvöru afmæliskarfa hjá Óla í lokin, bara gaman,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga eftir 90:92 sigur á ÍR á útivelli.
Ítarleg umfjöllun og viðtöl má sjá á karfan.is.
ÍR-Grindavík 90-92 (28-25, 24-19, 21-24, 17-24)
Grindavík: Valdas Vasylius 25/8 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 24/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/8 fráköst, Jamal K Olasawere 8, Ingvi Þór Guðmundsson 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 6/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4, Nökkvi Már Nökkvason 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0/5 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Bragi Guðmundsson 0.