Sigrar hjá Njarðvík og Grindavík
Bæði Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík hafa tekið 1-0 forystu í rimmum sínum gegn Skallagrím og Hamri/Selfoss eftir sigra í spennuleikjum í kvöld.
Njarðvík lagði Hamar/Selfoss í Ljónagryfjunni 79-75 og Grindavík hafði betur gegn Skallagrím 112-105 eftir framlengdan leik.
Báðir leikirnir voru gríðarlega spennandi en nánar verður greint frá þeim síðar...