Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigrar hjá Maríu um helgina
Mánudagur 4. febrúar 2008 kl. 13:53

Sigrar hjá Maríu um helgina

María Ben Erlingsdóttir og félagar í UTPA háskólanum léku tvo leiki í röð í háskólakörfuboltanum um helgina á heimavelli. Þann fyrsta á föstudag og þann síðari á laugardag. Á föstudag tókst UTPA að binda enda á sjö leikja taphrinu með sigri á Longwood skólanum 79-74.

 

María gerði 2 stig í leiknum, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 11 mínútum. Á laugardeginum var Chicago State skólinn í heimsókn þar sem UTPA fór með 62-55 sigur af hólmi eftir framlengingu. María lék aftur í 11 mínútur en henni tókst ekki að skora. Tveir sigrar í röð hjá UTPA sem nú geta andað léttar eftir erfiða daga og sjö leikja taphrinu.

 

Mynd: María er hér til varnar í leik með Lady Broncs eins og lið UTPA er jafnan kallað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024