Sigrar hjá Grindavík og Keflavík
Lokaumferð Dominos-deildar karla var leikin í kvöld. Grindvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn síðastliðinn fimmtudag og unnu í kvöld góðan útisigur gegn Tindastóli á Sauðárkróki, 91-97. Samuel Zeglinski átti góðan leik og skoraði 29 stig. Aaron Broussard kom næstur með 27 stig.
Keflavík vann heimasigur gegn ÍR í Toyotahöllinni, 87-78. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik en Keflvíkingar léku betur í seinni hálfleik og unnu sigur. Michael Craion skoraði 26 stig og tók 15 fráköst. Darrel Lewis skoraði 24 stig.
Njarðvík tapaði gegn Snæfelli í Stykkishólmi í spennuleik. Njarðvíkingar náðu forystunni í leiknum með góðri byrjun í seinni hálfleik. Heimamenn voru hins vegar betri á lokametrunum og unnu fjögurra stiga sigur, 83-79. Nigel Moore skoraði 28 stig fyrir Njarðvík og Elvar Már Friðriksson kom þar á eftir með 19 stig.
Grindvíkingar urðu sem fyrr segir í efsta sæti deildarinnar, Keflavík hafnaði í 5. sæti og Njarðvík í 6. sæti. Grindvíkingar mæta Skallagrími í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar, Keflavík leikur gegn Stjörnunni og Njarðvík leikur gegn Snæfelli. Úrslitakeppnin hefst 21. mars næstkomandi.
Snæfell-Njarðvík 83-79 (23-27, 21-16, 13-22, 26-14)
Njarðvík: Nigel Moore 28/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 19/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 16, Maciej Stanislav Baginski 4, Marcus Van 4/5 fráköst, Ágúst Orrason 4/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2.
Keflavík-ÍR 87-78 (19-22, 19-22, 26-15, 23-19)
Keflavík: Michael Craion 27/15 fráköst/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 24/5 fráköst, Billy Baptist 14/13 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 7/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 5/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2/5 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 2.
Tindastóll-Grindavík 91-97 (29-32, 17-21, 23-22, 22-22)
Grindavík: Samuel Zeglinski 29/6 fráköst, Aaron Broussard 27/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/10 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 6/4 fráköst, Ryan Pettinella 5/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.
Lokastaðan í Dominos-deild karla:
1 Grindavík 22 18 4 2155 - 1916 36
2 Þór Þ. 22 16 6 2056 - 1903 32
3 Snæfell 22 16 6 2105 - 1912 32
4 Stjarnan 22 15 7 2090 - 1916 30
5 Keflavík 22 14 8 2021 - 1940 28
6 Njarðvík 22 12 10 1982 - 1898 24
7 KR 22 11 11 1900 - 1893 22
8 Skallagrímur 22 7 15 1784 - 1958 14
9 ÍR 22 6 16 1818 - 1967 12
10 KFÍ 22 6 16 1946 - 2172 12
11 Tindastóll 22 6 16 1781 - 1906 12
12 Fjölnir 22 5 17 1811 - 2068 10
8-liða úrslit karla:
Grindavík - Skallagrímur
Þór Þorlákshöfn - KR
Snæfell - Njarðvík
Stjarnan - Keflavík