Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigrar á línuna hjá Suðurnesjaliðunum
Miðvikudagur 16. október 2013 kl. 21:13

Sigrar á línuna hjá Suðurnesjaliðunum

Keflavíkurkonur ósigraðar á toppnum

Öll Suðurnesjaliðin í Dominos-deild kvenna í körfubolta unnu sigur í leikjum sínum í kvöld. Njarðvíkingar unnu góðan heimasigur á KR-ingum en þeim grænklæddu var ekki spáð góðu gengi fyrir mót. Þær hafa núna unnið tvo síðustu leiki gegn sterkum andstæðingum.

Keflavíkurkonur áttu einnig við sterka andstæðinga að etja, en þær heimsóttu Valskonur. Þar höfðu þær sigur í spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu stundu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar unnu svo loks sigur á Haukum með 11 stiga mun. Grindvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar en Keflvíkingar eru á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Njarðvíkingar eru svo í fjórða sæti með fjögur stig líkt og Grindavík.

Tölfræði leikja hér að neðan:

Valur-Keflavík 85-86

Keflavík: Porsche Landry 25/6 fráköst/7 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 18, Bryndís Guðmundsdóttir 15/12 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 15, Bríet Sif Hinriksdóttir 7/5 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6/7 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.

Njarðvík-KR 84-79

Njarðvík: Jasmine Beverly 16/11 fráköst, Erna Hákonardóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12, Andrea Björt Ólafsdóttir 10/5 fráköst/6 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10/4 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 7, Sara Dögg Margeirsdóttir 6, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Aníta Carter Kristmundsdóttir 4/6 stoðsendingar, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0.

Grindavík-Haukar 73-62

Grindavík: Lauren Oosdyke 21/13 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 18/7 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 16/11 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10/9 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/9 fráköst, Alda Kristinsdóttir 0, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0.