Sigraði Íslandsmeistarann í borðtennis
Jóhann Rúnar Kristjánsson heldur utan á morgun á heimsmeistaramót fatlaðra í borðtennis. Mótið er haldið í Taipei í Tævan og er Jóhann eini Íslendingurinn sem fer á þetta mót. Hann fer með þjálfara sínum en einnig er með í för Guðmundur Ingibergsson vinur Jóhanns. Á mótinu eru skráðir til leiks um 320 keppendur.
Jóhann keppir í örðum flokki og telur sig eiga góða möguleika þar. Jóhann er númer sautján á heimslistanum í sínum flokki og því til alls líklegur. Þegar blaðamaður Víkurfrétta leit inn á æfingu á dögunum var enginn annar en Guðmundur Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis mættur og var hann sjóðheitur enda nýkominn af stóru móti í Svíþjóð þar sem hann bar sigur úr bítum. Jóhann hafði þó helling í strákinn og þegar Guðmundur var settur í hjólastól þá sigraði Jóhann 3-2. Það er mikill kraftur í Jóhanni segist hann hafa alla burði til að ná langt. Fyrstu fjögur sætin gefa rétt til þáttöku á Ólympíuleikum fattlaðra 2004 og segist Jóhann stefna þangað.
Jóhann hefur æft borðtennis í rúm fjögur ár og hefur hann æft stíft undir þetta mót síðan árið 2000. Hann fer í um fimm keppnisferðir erlendis á þessu ári og stefnir á mót í Búdapest í október. Jóhann segir kostnaðinn við þessar ferðir vera gífurlegur en hann hefur góða bakhjarla, s.s. Reykjanesbæ sem hefur styrkt hann gríðarlega mikið, enda væri þetta ógerlegt án þeirra.
Jóhann keppir í örðum flokki og telur sig eiga góða möguleika þar. Jóhann er númer sautján á heimslistanum í sínum flokki og því til alls líklegur. Þegar blaðamaður Víkurfrétta leit inn á æfingu á dögunum var enginn annar en Guðmundur Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis mættur og var hann sjóðheitur enda nýkominn af stóru móti í Svíþjóð þar sem hann bar sigur úr bítum. Jóhann hafði þó helling í strákinn og þegar Guðmundur var settur í hjólastól þá sigraði Jóhann 3-2. Það er mikill kraftur í Jóhanni segist hann hafa alla burði til að ná langt. Fyrstu fjögur sætin gefa rétt til þáttöku á Ólympíuleikum fattlaðra 2004 og segist Jóhann stefna þangað.
Jóhann hefur æft borðtennis í rúm fjögur ár og hefur hann æft stíft undir þetta mót síðan árið 2000. Hann fer í um fimm keppnisferðir erlendis á þessu ári og stefnir á mót í Búdapest í október. Jóhann segir kostnaðinn við þessar ferðir vera gífurlegur en hann hefur góða bakhjarla, s.s. Reykjanesbæ sem hefur styrkt hann gríðarlega mikið, enda væri þetta ógerlegt án þeirra.