Sigmundur með fjölda verkefna í Evrópu
Körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson, hefur fengið tilnefningu frá FIBA Europe um að dæma fyrir hönd KKÍ í Lettlandi þann 17. janúar. Um er að ræða leik í Eurochallenge milli BK Ventspils og ZZ Leiden. Meðdómarar Sigmundar verða frá Tékklandi og Úkraínu.
Undanfarið hefur Njarðvíkingurinn Sigmundur dæmt nokkra leiki, meðalannars í Euroleague kvenna í Kaunas í Litháen viðureign Vici Aistes og Ros Casares frá Spáni. Meðdómarar Sigmundar voru frá Eistlandi og Svíþjóð.
Þá dæmdi Sigmundur einnig leik hjá sama liði og hann mun dæma næst, en þá áttust við ZZ Leiden og Armia frá Georgíu í Eurochallenge karla. Meðdómarar þá voru frá Svíþjóð og Skotlandi.