Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Sigmundur í EuroCup kvenna
Fimmtudagur 8. febrúar 2007 kl. 09:28

Sigmundur í EuroCup kvenna

Sigmundur Már Herbertsson hefur fengið tilnefningu frá FIBA Europe til að dæma leik í 16 liða úrslitum EuroCup kvenna í körfuknattleik.


Um er að ræða seinni leik rússneska liðsins Nadezhda og franska liðsins ESB Lille Metropole, en fyrri leikurinn fór fram í síðustu viku í Rússlandi, þar sem heimastúlkur höfðu sigur 72-69. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi í kvöld og er Sigmundur aðaldómari leiksins, en meðdómari hans er Vincent Delestree frá Belgíu. Eftirlitsmaður er Victor Maas frá Spáni. Sigmundur dæmir fyrir hönd UMFN í íslensku deildunum.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25