Sigmundur dæmir í Svíþjóð
Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson mun í kvöld dæma leik í EuroChallenge Evrópukeppninni í körfubolta. Leikurinn fer fram í Svíþjóð og er milli Boras Basket frá Svíþjóð og Okapi Aalstar frá Belgíu. Þetta er annar leikur liðanna í keppninni en bæði lið unnu sinn fyrsta leik í keppninni. Á síðustu tíu tímabilum hefur Sigmundur átta sinnum verið kjörinn besti dómari efstu deildar karla í körfuboltanum. Það er því óhætt að segja að hann sé okkar besti dómari um þessar mundir.