Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigmundur dæmir hjá Bakken Bears
Miðvikudagur 16. desember 2015 kl. 18:27

Sigmundur dæmir hjá Bakken Bears

Njarðvíski körfuboltadómarinn Sigmundur Már Herbertsson heldur áfram að fá verkefni á erlendri grundu fyrir FIBA. Í kvöld mun hann dæma leik danska liðsins Bakken Bears og Khimik frá Úkraínu í FIBA Europe Cup karla.

Leikurinn er fyrsti leikur beggja liða í 32-liða úrslitum keppninnar en bæði liðin unnu alla sína leiki í riðlakeppninni. Þess má geta að Bakken Bears lék gegn Keflvíkingum í Evrópukeppni árið 2004. Njarðvíkingar hafa sömuleiðis leikið gegn liðinu í æfingaleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík - Bakken Bears 2004 - seinni leikur

Njarðvík vann dönsku meistarana