Sigmar Logi semur við Keflavík
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur komist að samkomulagi við Sigmar Loga Björnsson og mun hann leika með félaginu næstu 2 árin. Sigmar spilaði síðasta tímabil með Tindastól eftir að hafa verið búsettur í Kanada undanfarin ár. Hann var m.a. valinn efnilegasti leikmaðurinn á lokahófi Tindastóls eftir síðastliðna leiktíð. Sigmar á að baki 13 landsleiki með yngri landsliðum Íslands, en hann er fæddur 1990.
„Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur vill bjóða Sigmar velkominn til félagsins og vonandi mun hann þroskast enn meira sem öflugur leikmaður á komandi tímabilum. Vænst er mikils af honum í framtíðinni, enda einn af efnilegustu leikmönnum landsins í sínum árgangi,“ segir á heimasíðu Keflavíkur.
Mynd: Sigmar Logi Björnsson. Mynd af heimasíðu Tindastóls (tindastoll.is)