Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Siggi stóri góður í Hveragerði
Laugardagur 19. desember 2009 kl. 13:47

Siggi stóri góður í Hveragerði

Keflavík vann öruggan sigur á Hamri í Hveragerði 74-103 og Grindvíkingar áttu léttan leik egn ÍR og unnu þá með 41 stigi, 106-65.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Páll Axel Vilbergsson skoraði mest hjá UMFG eða 26 stig, þar af 22 í fyrri hálfleik. Guðlaugur Eyjólfsson skoraði 21 stig og Darrel Flake var með 16. Þetta var þriðji sigur UMFG í röð eftir fremur skrykkjótta byrjun í mótinu.

Sigurður Þorsteinsson átti frábæran leik hjá Keflvíkingum og skoraði 23 stig, tók 21 frákast, varði 6 skot og átti 5 stoðsendingar. Hörður Axel Vilhjálmsson lék einnig vel og var með 23 stig. Gunnar Einarsson skoraði 18 stig. Keflvíkingar eru í 4. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir efstu liðunum, Njarðvík, KR og Stjörnunni. Grindvíkingar eru í 5. sæti.

Sigurður Þorsteinsson sýnir á sér hina hliðina í viðtali í Víkurfréttum á þriðjudaginn en þá kemur út síðasta tölublað VF fyrir jól. Siggi er hér á mynd með Kjartani vini sínum en sá fyrrnefndi er stuðningsfulltrúi stráksins.