Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Siggi Raggi hættur og Haraldur tekur við Keflavík
Haraldur Freyr og Sigurður Ragnar á hliðarlínunni í leik Keflavíkur og ÍBV í sumar. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 10. ágúst 2023 kl. 21:58

Siggi Raggi hættur og Haraldur tekur við Keflavík

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur hefur vikið Sigurði Ragnar Eyjólfssyni úr starfi þjálfara karlaliðs Keflavíkur og hefur Haraldur Freyr Guðmundsson tekið við liðinu.

Áður hafði knattspyrnudeild Keflavíkur og Sigurður Ragnar gefið frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis að Sigurður hætti með liðið að loknu yfirstandandi tímabili en eftir tap fyrir HK í gær virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn og stjórnin ákveðið að best væri að hann stigi strax til hliðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haraldur hefur verið aðstoðarþjálfari Sigurðar Ragnars síðustu tvö tímabil eftir að hafa gert góða hluti með Reyni Sandgerði þar á undan. Ærið verefni Haraldar Freys að rífa Keflvíkinga upp en Keflavík situr í neðsta sæti Bestu deildar karla með einungis tíu stig eftir átján umferðir.

Yfirlýsing stjórnar á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Keflavíkur:

„Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur hefur ákveðið að Sigurður Ragnar Eyjólfsson láti af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur. Ákvörðun var tekin í dag og Sigurði tilkynnt um starfslok. Haraldur Guðmundsson mun taka við liðinu.

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavikur þakkar Sigurði fyrir samstarfið undanfarin ár og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“