Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 19. apríl 2004 kl. 09:23

Siggi Ingimundar vill þjálfa aftur

Sigurður Ingimundarson hefur lýst því yfir að hann vilji taka að sér þjálfun félagsliðs á nýjan leik næsta vetur.

 

Sigurður hætti sem kunnugt er með körfuknattleikslið Keflavíkur síðastliðið haust vegna anna í starfi, en segist sakna hins daglega amsturs í kringum þjálfunina í Fréttablaðinu í dag.

 

Víst er að öll lið á landinu vildu hafa svo reyndan og hæfan mann í brúnni, en nokkrar þjálfarastöður eru lausar hér suður með sjó þessa dagana. Karlalið Njarðvíkur er í raun eina liðið sem hefur samið við þjálfara fyrir næsta tímabil, en Sigurður lýsti yfir að hann mundi ekki taka við meisturum Keflavíkur í karlaflokki þar sem hann segir að Guðjón og Falur hafi staðið sig vel þar á síðasta ári.

 

Fram kemur í sömu grein að Sigurður hafi „rætt  óformlega við Grindvíkinga“, en ekkert væri frágengið í þeim málum. Hann hefði enga ákvörðun tekið og hann færi sér í engu óðslega í þessum málum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024