Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Siggi Ingimundar talar við Íslandsmeistara KR
Fimmtudagur 7. maí 2009 kl. 15:11

Siggi Ingimundar talar við Íslandsmeistara KR

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur staðfesti í samtali við visir.is að hann væri í viðræðum við KR um að taka við þjálfun karlaliðs félagsins.

„Við höfum aðeins rætt saman en það hafa engar formlegar viðræður átt sér stað," sagði Sigurður við Vísi áðan en hann vildi annars lítið gefa upp um stöðu mála.

„Ég er enn með samning við Keflavík og það hefur ekkert breyst hvað það varðar. Ég er enn þjálfari Keflavíkur," sagði Sigurður en aðspurður gat hann ekki neitað því að hann gæti fengið sig lausan ef hann vildi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Uppsagnarákvæði eru oftar en ekki í samningum og svo eru forsendur flestra samninga í flestum íþróttum á Íslandi í dag brostnar.
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, fór ekki í grafgötur með að KR hefði áhuga á Sigurði.

„Sigurður er ákaflega hæfur þjálfari og myndi sóma sér vel í Vesturbænum. Hann er eini Íslendingurinn sem kemur til greina í starfið. Það eru ekki allir sem geta þolað pressuna í Vesturbænum en Sigurður myndi þola hana," sagði Böðvar á visir.is