Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Síðasti heimaleikur Keflavíkurkvenna á sunnudag
Úr leik Keflavíkur og ÍBV í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. VF-mynd: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 23. september 2022 kl. 17:14

Síðasti heimaleikur Keflavíkurkvenna á sunnudag

Á sunnudag tekur Keflavík á móti ÍBV í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu og síðasta heimaleik Keflvíkinga í ár. Leikurinn hefst klukkan 14 á HS Orkuvellinum.

Keflavík er í áttunda sæti með sextán stig og með sigri tryggir liðið áfram sæti sitt í deild þeirra bestu en Afturelding er fjórum stigum á eftir Keflavík í níunda sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík hvetur stuðningsmenn til að fjölmenna á völlinn á sunnudag og styðja við bakið á stelpunum.