Síðasti heimaleikur Keflavíkur á spjöld sögunnar
996 áhorfendur mættu að meðaltali á leiki Símadeildar karla í ár, sem er nokkru lægra en 2001, en þó næst mesta aðsóknin frá upphafi þar sem leikirnir í fyrra slógu öll aðsóknarmet. Sá leikur sem dró flesta að var viðureign Fylkis og KR á Fylkisvelli í 17. umferð, eða 4.833 manns. Fæstir mættu á leik Keflavíkur og KA, einnig í 17. umferð, eða 236.
Áhorfendur í ár voru alls 89.660. Að venju komu flestir á KR-völl, 1.948, en fæstir áhorfendur voru að jafnaði á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum, 601.
Áhorfendur í ár voru alls 89.660. Að venju komu flestir á KR-völl, 1.948, en fæstir áhorfendur voru að jafnaði á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum, 601.