Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Síðasta umferð fyrir jólafrí í kvöld
Sunnudagur 18. desember 2011 kl. 12:10

Síðasta umferð fyrir jólafrí í kvöld

Síðasta umferð Iceland Express-deildar karla fyrir jólafrí fer fram í kvöld. Í Njarðvík taka heimamenn á móti Örvari Kristjánssyni og Fjölnismönnum en þessi lið eru bæði með 8 stig í deildinni. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Keflvíkingar fara í Garðabæ og mæta Stjörnumönnum Teits Örlygssonar. Bæði lið eru með 12 og verður sennilega hart barist í kvöld.

Grindvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir skömmu og þeir munu væntanlega ætla sér að rétta úr kútnum gegn Snæfellingum í kvöld, sá leikur fer fram í Stykkishólmi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024