Shayla Fields: 30 stig og fimm þristar
Lið Hamars hafði betur gegn Njarðvík þegar liðin mættust í gær í sjöttu umferð IEX-deildar kvenna í körfuknattleik. Fjórtán stigum munaði á liðinum í lokin, 72-58. Leikurinn fór fram í Hveragerði.
Njarðvíkingar urði fyrir áfalli í upphafi leiksins þegar Dita Liepkalne þurfti að fara af leikvelli eftir að brotið var á henni í hraðaupphlaupi með þeim afleiðingum að hún sneri sig á ökkla. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 22-13 Hamri í vil.
Þrátt fyrir þetta mótlæti náði Njarðvík að halda sig inn í leiknum en 10 stigum munaði á liðunum í hálfleik, 39-29. Staðan eftir þriðja leikhluta var 54-39 fyrir Hamar sem fór að lokum með sigur af hólmi, 72-58.
Shayla Fields var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 30 stig, þar af fimm þriggja stiga körfur. Auk þess hirti hún 14 fráköst. Heiða Valdimarsdóttir gerði 9 stig og tók 8 fráköst.
Mynd úr safni: Shayla Fields fór mikinn í liði Njarðvíkur í gær en Ditu Liepkalne var sárt saknað eftir að hún þurfti að fara meidd af leikvelli.