Sextán ára samdi jólasýningu
Húsfyllir var á þremur sýningum fimleikadeildar Keflavíkur á laugardaginn. Að venju tóku fjölmargir iðkendur þátt í jólasýningunni sem var glæsileg.
Höfundur var Andrea Dögg Hallsdóttir en hún er 16 ára iðkandi og þjálfari í deildinni. Henni til aðstoðar við að semja opnunaratriðið var Hildur Björg Hafþórsdóttir.
Sýningin var byggð á myndinni The Greatest Showman sem er einmitt ein af jólamyndum Stöðvar 2 í ár.
Í lok sýningarinnar var greint frá vali á fimleikakonu og fimleikakarli ársins.
Fimleikakona ársins 2018 er Alísa Rún Andrésdóttir og Fimleikakarl ársins 2018 er Atli Viktor Björnsson.