Sex Suðurnesjamenn í æfingahópnum
Framundan eru tveir landsleikir hjá körfuknattleikslandsliði karla í forkeppni EM 2021 en þeir fara fram þann 21. febrúar hér heima gegn Portúgal og 24. febrúar úti gegn Belgíu.
Æfingahópur landsliðsins fyrir leikina tvo er skipaður 17 leikmönnum. Af þeim koma sex frá Suðurnesjaliðum. Þeir eru:
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík
Gunnar Ólafsson · Keflavík
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík
Kristinn Pálsson · Njarðvík
Maciej Baginski · Njarðvík
S. Arnar Björnsson · Grindavík