Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

  • Sex mörk í sigri Grindvíkinga
    Úr viðureign Víðis og Grindavíkur í dag. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Sex mörk í sigri Grindvíkinga
    Grindvíkingar skora fyrsta mark sitt í Garðinum í dag. VF-myndir: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 1. maí 2018 kl. 18:01

Sex mörk í sigri Grindvíkinga

Víðir Garði og Grindavík mættust í dag í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Grindavík byrjaði leikinn af krafti og Nemanja Latinovic skoraði á 5. mínútu fyrir gestina. Bæði lið sóttu stíft að hvort öðru í byrjun leiks en þegar flautað var til hálfleiks var Grindavík yfir 0-1. Víðir gerði breytingu á liði sínu á 64. mínútu þegar Einar Þór Kjartansson kom inn á fyrir Ása Þórhallson og Grindavíkingar gerðu sömuleiðis skiptingu á sömu mínútu þegar Aron Jóhannsson kom inn á fyrir Nemanja Latinovic.

Grindavík komst í 0-2 forystu á 68. mínútu þegar René Joensen skoraði og fjórum mínútum seinna skoraði Jóhann Helgi Hannesson fyrir Grindavík og staðan því 0-3. Víðir gerði tvær skiptingar á 73. mínútu þegar Milan Tasic kom inn á fyrir Ara Stein Guðmundsson og Andri Gíslason kom inn á fyrir Patrik Snæ Atlason. Á 80. mínútu kom Hilmar Andrew McShane inn á fyrir Rodrigo Gomes Mateo í liði Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðir minnkaði muninn í 1-3 á 81. mínútu þegar Andri Gíslason skoraði eftir stoðsendingu frá Einari Þór Kjartanssyni og Víðir minnkaði muninn í eitt mark á 90. mínútu þegar Milan Tasic skoraði en Grindavík bætti við sínu fjórða marki stuttu seinna þegar René Joensen skoraði eftir miðju og staðan orðin 2-4.

Lokatölur leiksins urðu 2-4 fyrir Grindavík, sannkölluð markaveisla í Garðinum og Grindvíkingar komnir áfram í Mjólkurbikarnum.

Mörk leiksins:
0-1 Nemanja Latinovic ('5)
0-2 René Joensen ('68)
0-3 Jóhann Helgi Hannesson ('72)
1-3 Andri Gíslason ('81)
2-3 Milan Tasic ('90)
2-4 René Joensen ('90)