Sex leikmenn semja við Grindavík
Sex leikmenn hafa skrifað undir samninga við körfuknattleiksdeild Grindavíkur, þess efnis að spila með liðinu á komandi tímabili.
Leikmennirnir sem um ræðir eru þær Embla Kristínardóttir, Sigrún Elfa Ágústsdóttir, Andra Björk Gunnarsdóttir, Elísabet María Magnúsdóttir, Ólöf Rún Óladóttir og Arna Sif Elíasdóttir.