Sex efnilegar í yngri landsliðum
Sex stúlkur af Suðurnesjum hafa verið valdar til æfinga með U17 og U16 landsliðum kvenna í knattspyrnu á næstunni. Alls voru 67 leikmenn boðaðir til æfinga í tveimur hópum.
Dröfn Einarsdóttir og Ísabel Jasmín Almarsdóttir frá Grindavík og Aníta Lind Daníelsdóttir frá Keflavík eru í hópi stúlkna sem fæddar eru 1999-2000.
Sveindís Jane Jónsdóttir og Helga Sif Árnadóttir frá Keflavík, auk Kristínar Anitudóttir Mcmillan frá Grindavík, eru í hópi þeirra leikmanna sem fæddar eru 2000-2001.