Sex ára gamalt Íslandsmet Evu II slegið
Um helgina fóru fram tvö siglingamót á Faxaflóa. Á föstudag var keppt um Tokai-bikarinn en þá er siglt frá Reykjavík til Keflavíkur. Á laugardaginn fór svo fram Grand Keflavík keppnin. Það var Siglingaklúbburinn Knörr sem sá um skipulag á Grand Keflavík
Tokai bikarinn fór fram í góðum vindi og var það áhöfnin á Sigurvon sem sigraði keppnina og kom í mark á nýju Íslandsmeti 2:37:16 og sló þar með sex ára gamalt met Evu II úr Knörr.
Grand Keflavík keppnin var aftur á móti með því fyrirkomulagi að siglt var eftir baugjum í þríhyrningsbraut og var það Sæstjarnan úr Ými sem sigraði undir stjórn Viðars Ólsen skiptstjóra en þetta er í fimmta sinn sem Viðar sigrar þetta mót. Eva II úr Knörr var í öðru sæti.
Tokai bikarinn fór fram í góðum vindi og var það áhöfnin á Sigurvon sem sigraði keppnina og kom í mark á nýju Íslandsmeti 2:37:16 og sló þar með sex ára gamalt met Evu II úr Knörr.
Grand Keflavík keppnin var aftur á móti með því fyrirkomulagi að siglt var eftir baugjum í þríhyrningsbraut og var það Sæstjarnan úr Ými sem sigraði undir stjórn Viðars Ólsen skiptstjóra en þetta er í fimmta sinn sem Viðar sigrar þetta mót. Eva II úr Knörr var í öðru sæti.